Sunday, February 25, 2007

Pörupiltar

Fyrir nokkru var mikil umfjöllun í fjölmiðlum um Breiðavíkurheimilið svokallaða. Það var upptökuheimili sem haldið var fyrir unga drengi vestur á fjörðum. Drengirnir sem þangað voru sendir höfðu allir gert eitthvað af sér til að verðskulda flutninginn þar vestur svo sem þjófnað eða aðra óknytti. Reynt var af fremsta megni að leiða drengina frá villu sinni með því að halda upp góðum aga og tekið var í piltana ef þeir fóru ekki að settum reglum. Það sem vekur athygli mína er hvað þessir drengir, nú fullorðinir menn, eru og hafa verið forhertir. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til ráðstafana strax í æsku þeirra halda þeir flestir áfram á sömu braut og stunda áfram afbrot og óreglu þegar komið er á fullorðinsár.

Saturday, November 04, 2006

Verndarstefna

Ég er mjög ánægður hvað náttúruvernd á mikið upp á pallborðið hjá samtíðarfólki mínu. Sérstaklega á þetta við um samborgara mína en síður um fólk til sveita og öðru dreifbýli. Það er manninum eðlislægt að tigna náttúruna. Í henni býr frumkraftur veruleikans. Þess vegna er hún sjálf handhafi réttar sem mönnunum ber að virða. Engin arðsemi eða aðrir mannlegir kvarðar á notagildi hennar geta nokkurn tíma réttlætt að náttúran sé beitt ofbeldi, líkt og því sem hún hefur mátt þola á Austurlandi hin seinni ár.

Það er einungis fyrir tilverknað náttúrunnar sem maðurinn er maður. Við öðlumst mennsku okkar með því að spegla okkur í náttúrunni. Óspjölluðu náttúra eru mestu verðmæti hverrar þjóðar. Nauðgun náttúrunnar er einhver mesti ofbeldisglæpur sem til er.

En það er ekki einungis náttúruna sem ber að vernda. Við þurfum líka að hugsa til þess að vernda félagslegt landslag. Á ferðum mínum erlendis hef ég oft glaðst þegar ég hef komið til staða þar sem mannlífið hefur haldist óspjallað í þúsundir ára. Þetta má til dæmis sjá að nokkru marki víða í suður Evrópu, Suður-Ameríku. En hvergi sér maður þetta betur en í Asíu. Það er hrein unun að komast í kynni við Indland og mannlífið þar. Þar hefur tekist að vernda hið forna félagslega landslag að mestu óspjallað. Hver maður hefur ákveðið hlutverk og allir eru hamingjusamir í fjölbreyttu samfélagi.

Hér á Íslandi þurfum við líka að vernda félagslegt landslag. Félagslegt landslag í gömlu fiskimannaþorpunum á Austulandi og Vestfjörðum viljum við vernda. Við viljum ekki sjá fólkið flytja burt eða setjast við háskólanám og tapa sérkenum sínum. Enn síður viljum við að fólkið hópi sig inn í stóriðjuver.

Monday, October 02, 2006

Staksteinar hitta naglann á höfuðið

Í Morgunblaðinu er birtut dálkurinn Staksteinar sem stingur á ýmsum mikilvægum samfélagsmálum. Í morgun var fjallað um Samtök herstöðvarandstæðinga og alla þá sem gengu í þágu kommúnista og kúgara. Góður pistill.

Sunday, October 01, 2006

Öryggisleysi

Það er ekki laust við ég finni til öryggisleysis. Nú er varnarliðið farið af Miðnesheiðinni og landið opið fyrir kommúnistum og Guðleysingjum.

Það setti líka að mér hroll um daginn þegar fram kom í fréttum að aðeins tveir menn hefðu starfað leynilega að því á kaldastríðsárunum að bægja ógnum kommúnsmans frá landi og þjóð. Þetta gerir mig þunglyndan.

Monday, August 14, 2006

Jón Valur góður

Ég horfði á Kastljósið í kvöld. Þar talaði Jón Valur Jensson guðfræðingur og ættfræðingur. Hann flutti mál sitt af skörungsskap, lagði fram margar staðreyndir máli sínu til stuðnings og byggði það af stakri rökvísi. Jón Valur tjáir sig oft um ýmis málefni og hefur ávallt rétta sýn á málið. Jón Valur þyrfti að láta meira að sér kveða í þjóðfélagsumræðunni því þar á málflutningur hans heima.