Wednesday, August 31, 2005

Ósmekkleg skrif um ambassadorfjölskylduna

Það var ljótt bloggið sem ég las um fjölskyldu Svavars Gestssonar ambassadors í dag.

Gísli Marteinn segir það sem segja þarf

Ég hef verið bænheyrður, Gísli gefur kost á sér.

Framganga hans í fjölmiðlum undafarna daga hefur ber vitni um framsýnan æskumann sem á framtíðina fyrir sér. Hann skýrir í stuttu máli fyrir hvað hann stendur, hann er Sjálfstæðismaður. Andstæðingar hans hafa reynt að gera lítið úr honum vegna þess að hann lætur ekki teyma sig út í "djúpar" umræður um einhverja hugmyndafræði og svoleiðs fílósófíur. Gísli hefur sagt allt sem segja þarf.

Tuesday, August 23, 2005

Gísla Martein borgarstjóra

Það er mikilvægt að við Sjálfstæðismenn berum gæfu til að velja Gísla Martein leiðtoga D listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hann verður glæsilegur borgarstjóri. Ungur og ferskur og glæsilegur, getur endurvakið tíma Davíðs í borginni.

Ég viðurkenni að ég hef hrifist af þeim borgarstýrum Steinnunni Valdísi og Ingibjörgu Sólrúnu, svo sem fram hefur komið hér á blogginu mínu. Þær eru íhaldssamar og framfarasinnaðar konur. En nú er komið að Gísla Marteini að leiða Borgina.