Tuesday, January 03, 2006

Laun dyggðarinnar

Breska tímaritið The Economist greindi nýlega frá því að kirkjurækið fólk hefur að jafnaði hærri tekjur en aðrir. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður gerir þetta að umfjöllunarefni á "bloggi" sínu. Þetta þarf ekki að koma okkur kristnu fólki á óvart. Laun dyggðarinnar eru oft greidd þegar í jarðlífinu sjálfu. Gott veraldargegni er oft vísbending um að menn séu hólpnir.

Þær dyggðir sem færa mönnum veraldarauð falla iðulega saman við Guðs ótta og góða siði.