Sunday, February 25, 2007

Pörupiltar

Fyrir nokkru var mikil umfjöllun í fjölmiðlum um Breiðavíkurheimilið svokallaða. Það var upptökuheimili sem haldið var fyrir unga drengi vestur á fjörðum. Drengirnir sem þangað voru sendir höfðu allir gert eitthvað af sér til að verðskulda flutninginn þar vestur svo sem þjófnað eða aðra óknytti. Reynt var af fremsta megni að leiða drengina frá villu sinni með því að halda upp góðum aga og tekið var í piltana ef þeir fóru ekki að settum reglum. Það sem vekur athygli mína er hvað þessir drengir, nú fullorðinir menn, eru og hafa verið forhertir. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til ráðstafana strax í æsku þeirra halda þeir flestir áfram á sömu braut og stunda áfram afbrot og óreglu þegar komið er á fullorðinsár.