Sunday, November 27, 2005

Hryggð

Lausungin í samfélaginu gerir mig hryggan.

Wednesday, November 23, 2005

Þörf aðvörun séra Friðriks Schram

Séra Friðrik Schram prestur Kristskirkjunnar ritar þarfa ábendingu í Morgunblaðið í dag. Þar varar hann við þeim lausungarhugmyndum sem nú ríða húsum á hinu háa Aþingi. Friðrik bendir réttilega á að "Þjóðfélög sem hafa snúið frá hinum góða grunni kristilegs siðgæðis hafa uppskorið ógæfu, upplausn og mikla þjáningu."

Ég hvet alla til að lesa grein séra Friðriks.

Tuesday, November 22, 2005

Sundabrautarsamsærið

Ég hlustaði á útvarpið í morgunn á meðan ég las Morgunblaðið og drakk teið mitt. Þar rætt við Örn Sigurðsson arkitekt. Hann benti á þau hrikalegu skipulagsmistök sem nú eru í uppsiglingu vegna svokallaðrar "Sundabrautar".

Það er með ólíkindum að það eigi að eyða milljörðum í vegaspotta til þess að auka aðgengi úthverfabúanna að borginni.

Það rann upp fyrir mér ljós. Þessi "Sundabraut" er ekkert annað samsæri landsbyggðar-og úthverfafólksins um að draga á langinn brottflutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni.

Sunday, November 20, 2005

Eins og allir vita þá er ég góður og gegn Sjálfstæðismaður. Ég er hins vegar víðsýnn maður og dæmi ávallt anstæðingana af sanngirni. Ég hef áður fjallað um núverandi borgarstjóra hér á þessu bloggi og lýst yfir ánægju með hann. Í kvöld horfði ég á ungan borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í sjónvarpinu, Dag Eggertsson. Hann kemur mér fyrir sjónir sem skynsamur maður og málefnalegur. Ég yrði illa svikinn ef hann tekur ekki þátt í prófjöri samfylkingarinnar um fyrsta sæti listans.

Jólastemming í miðborginn

Mikið er ánægjulegt hvað miðbærinn skrýðist sínum fallega jólaskrúða sífellt fyrr á haustin með hverju árinu sem líður. Það var mjög ánægjulegt að ganga um miðbæinn og sjá allt fólkið sem farið var að huga að undibúningi jólanna. Borgaryfirvöld verðskulda þakkir fyrir að skreyta bæinn og hlú að starfseminni í borginni. Konan rekur verslun í miðborginni og hún líkir því ekki saman hve mikið viðskiptin hafa aukist mikið frá því sem áður var.

Wednesday, November 09, 2005

Óeirðirnar í París

Nú berast ljótar fréttir frá menningarborginni París. Þar logar allt í óeirðum. Stjórnlaus ungmenni frá úthverfunum fara um strætin með ofsopa, kveikja í bílum, brjóta og bramla. Þessi ungmennin eru í fæstum tilfellum kristin og rekja ættir sínar til Afríku. Getum við Reykvíkingar átt von á að eitthvað í líkingu við þetta gerist í túnfætinum hjá okkur? Mér hefur verið sagt að í úthverfum Reykjavíkur hafi sest að mikilli fjöldi innflytjenda. Í grunnskólunum er móðurmál nemendanna gjarna eitthvað allt annað en Íslenska. Vissulega er þörf á því að fólk af erlendu bergi brotið komi til Íslands og starfi hér á þenslutímum. Við þurfum þó að fara varlega. Sennilega er skynsamlegast að þetta fólk búi einmitt í úthverfunum í námunda við verksmiðjurnar. Þannig getum við forðast þau vandræði sem vinir okkar frakkar kljást við þessa dagana.

Tuesday, November 08, 2005

Erfið ákvörðun

Stjórnmálamenn sem ekki geta tekið erfiðar ákvarðanir eiga að snúa sér að einhverju öðru. Þar komst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vel að orði. Stjórnmálamenn þurfa að taka erfiðar ákvarðanir, eins og t.d. að hefja stríð gegn einræðisherra, ákvarðanir sem kunna að koma einhverjum illa fjótt á litið en eru öllum til góðs þegar litið er fram á veginn. Það þarf vel gert og staðfast fólk til að gegna trúnaðarstörfum fyrir samfélagið.

Það er mjög erfið ákvörðun að stytta nám til stúdentspróf.

Sunday, November 06, 2005

Undarlegar niðurstöður úr prófkjöri

Niðurstöður prófkjörsins komu mér mjög á óvart.

Þessi mikli munur á Gísla Martein og Vilhjálmi kom á óvart.

Saturday, November 05, 2005

Prófjörið mitt val

Þá er ég búinn að kjósa í prófkjörinu.

Að sjálfsögðu valdi ég Gísla í fyrsta sætið. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að hann er sjálfstæðismaður.
Í öðru lagi þá tel ég nauðsynlegt að hleypa framtíðinni að og láta fortíðina að baki. Allir þeir sem vilja nýja tíma í
Reykjavík kjósa að Gílsi Marteinn verði borgarstjóraefni flokksins í vor.

Í annað sætið kaus ég Örn Sigurðsson arkitekt. Hugmyndir hans um skipulagsmál borgarinnar eru í senn skarpar og ferskar eins og ég
hef áður gert grein fyrir hér á þessum síðum. Hann hefur verið í forsvari Höfuðborgarsamtakanna. Höfuðborgarsamtökin
hafa leitt málefnalega umræðu um þróun borgarinnar.

Í þriðja sætið kaus ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hanna Birna er glæsilegur fulltrúi kvenþjóðarinnar. Hún er vel máli
farin og það er ununa að sjá hana og heyra í spjallþáttum ljósvakamiðlanna þegar hún tekur andstæðingana í bakaríið.

Í fjórða sætirð valdi ég Gústaf Adolf Níelsson. Fyrir utan að bera nafn hins mikla svíakonungs sem menn líta til þegar
rifja skal upp þá tíð þegar Svíþjóð var stórveldi er Gústaf hispurslaus og heldur fram heilbrigðum skoðunum af mikilli festu.

Ég hefði getað deilt atkvæði mínu á 9 einstaklinga en ég kaus að velja aðeins fjóra þannig að vægi hvers
og eins yrði meira.