Thursday, September 22, 2005

Óþolandi hjólreiðar

Nú er í gangi svokölluð "samgönguvika". Þá blaðrar hver vitleysingurinn upp í annan um hjólreiðar endalaust. Það á að hlaða endalaust undir þetta lið. Þetta er óþolandi. Hjólreiðar eru bara stundaðar af fólki sem eru í afneitun gagnvart nútímalifnaðarháttum og ekkert annað. Nú til dags notar fólk bíla. Jú svo fara jú betri borgarar gangandi sem búa í miðbænum.

Sunday, September 18, 2005

Málefnin.com

Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í umræðum á svokölluðu spjallsvæði sem kallast málefnin.com. Mér virtist þetta við fyrstu kynni vera kjörinn vettvangur fyrir málefnalega umræðu um hin ýmsu mál. Nú er ég farinn að efast. Þarna skrifa fyrst og fremst svokallaðir "kverúlantar", fólk sem reynir að rakka niður Gísla Martein og reynir að mæla áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni bót.

Tuesday, September 06, 2005

"BA" próf?

Undanfarið hefur verið nokkur umræða í samfélaginu um svokallað "BA" próf. Mér hafði skilist að hér væri um háskólapróf að ræða. Ég ákvað því að kynna mér nánar hvað hér væri á ferðinni og hvaða embættishæfi þetta próf gæfi. Undrun mín var mikil. Þetta svokallaða "BA" próf hefur ekkert með embættisgengi að gera. Háskólapróf eiga að vera embættispróf, háskólar eru til að mennta embættismenn. Próf sem ekki er embættispróf er ekki eiginlegt háskólapróf.

Skil ekki að það skipti máli hvort menn hafa eitthvert svona "BA" próf ekki, það er ekkert sem skipti máli, sennilega er betra að hafa ekkert slíkt.

Thursday, September 01, 2005

Gaman að eiga skoðanasystkyn

Það er alltaf gaman að verða þess áskynja að maður á sér skoðanabræður og systur. Þessi unga kona hér er mér saman sinnis um ágæti Gísla Marteins sem borgarstjóra.

Það er frískleikinn sem hún leggur áherslu á. Það er einmitt málið, auk þess sem hann er Sjálfstæðismaður.