Tuesday, August 23, 2005

Gísla Martein borgarstjóra

Það er mikilvægt að við Sjálfstæðismenn berum gæfu til að velja Gísla Martein leiðtoga D listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hann verður glæsilegur borgarstjóri. Ungur og ferskur og glæsilegur, getur endurvakið tíma Davíðs í borginni.

Ég viðurkenni að ég hef hrifist af þeim borgarstýrum Steinnunni Valdísi og Ingibjörgu Sólrúnu, svo sem fram hefur komið hér á blogginu mínu. Þær eru íhaldssamar og framfarasinnaðar konur. En nú er komið að Gísla Marteini að leiða Borgina.

1 comment:

Anonymous said...

Látum nú sjá, hverjir gefa kost á sér í prófkjörinu. Ég veit, að andstæðingar okkar eru með klára áróðursherferð á Gísla og Hönnu Birnu, hvar þau verða kölluð Björnsbörn og liðþjálfar í Hannesar Jugend, sem er abteilung í Björns Army.

Pössum okkur, sporin hræða, minnug þess, að Árni Sigfússon var eyðilagður með Ken/Barbi áróðri og Björn fékk nú að finna til tevatnsins.

Sjálfstæðismaður.