Það er orðið langt síðan síðast. Ég hef ekkert "bloggað" síðan um páska. Það á sér fyrst og fremst rætur í miklum önnum á stofunni.
Nú þegar sumarið er komið vill maður síður sitja inni yfir tölvunni. Það er miklu skemmtilegra að staldra við í miðbænum á leiðinni heim og taka fólk tali. Ég sest oft á bekk á Austurvelli, gjarnan með öl, og spjalla við félagana. Mér finnst það skemmtilegra heldur en eiga í samskiptum við fólk í gegnum tölvuna.