Nú hefur einhverjum ungum manni sem settist á Alþingi eftir síðustu kosningar ákveðið að bera fram tillögu um að karlkyns þingmenn skuli ekki ganga snyrtilega til fara.
Sigríður skrifar góða athugasemd við stórgóðan pistin Egils Helgasonar og lýsir réttilega yfir vanþóknun á „flíspeysuvæðingunni“ og lágkúrunni sem ríður nú alls staðar húsum:
„Ætlaði að fara að segja að bráðum verði komið leikhús í Smáralindina þar sem fólk fer með Hagkaupspokana sína í strigaskónum að horfa á leikrit. Þetta er bara ekkert bráðum, þetta er svona nú þegar!“
Orð í tíma töluð.
En ef til vill er skammt í það að þingfundir verði haldnir á Smáralindinni, þegar hlé er á Idol söngvakeppninni, og megi sjá þingmenn í flíspeysum með bónuspoka.
Saturday, February 12, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment