Tuesday, February 15, 2005

Uppbygging við Laugaveg

Nú stendur fyrir dyrum að rífa niður gömlu hjallana við Laugaveginn og byggja vönduð hús í staðinn. Það er tími til kominn.

Ég man þá tíð þegar mussuliðið stóð í veginum fyrir eðlilegri endurnýjun og uppbyggingu í miðbænum. Ég minnist orðaskaks við jafnaldra mína sem komu í veg fyrir að Bernhöftstorfan væri fjarlægð. Fyrir ca 40 árum voru voru settar fram hugmyndir á skipulagi sem gerðu ráð fyrir eðlilegri endurnýjun miðborgarinnar. Því miður urðu þær að engu.

Afleiðingarnar þekkjum við. Borgin var send í sveit, ef svo má að orði komast. Miðborginni hnignaði. Þótt mér sé ekki vel við það þá verð ég að viðurkenna að hér er R- listinn að standa sig vel.

No comments: