Tuesday, March 01, 2005

Örn Sigurðsson arkitekt

það er stutt en mjög athyglisvert viðtal við Örn Sigurðsson arkitekt á blaðsíðu 14 í Fréttablaðinu í dag. Þar ræðir hann um kosti þess að flytja flugvöllinn burt og byggja í Vatnsmýrinni. Sjálfur hef ég oft haldið þessu fram. Þá væri hægt að þróa áfram þann vísi að menningarlegri borg í Reykjavík sem kom fram snemma á síðustu öld samhliða ört vaxandi borgarastétt. Eins og allir vita þá lenti allt í ógöngum þegar líða tók á öldina. Ósmekkleg úthverfi með tilheyrandi skríl og ómenningu stöðvuðu allar þróun. Þótt mér sem gildum íhaldsmanni sé það þvert um geð þá verður að viðurkenna að það er R - listinn sem hefur reynt að snúa þessari öfugþróun við.

Örn bendir á, í þessu stutta en kjarnyrta viðtali, að Vatnsmýrin sé 200 milljarða virði. Þetta verðmæti er ekki einvörðungu falið í landinu sem fer undir nýjar byggingar. Verðæti fasteigna frá „Kringlumýrarbraut og niður að Hofsvallagötu munu hækka um 15 í kjölfar byggðar í Vatnsmýrinni“. Það gerist vegna þess að þétt menningarborg, miðstöð stjórnsýslu, fjármála, menningar og verslunar, þar sem arðbærasta starfsemin í samfélaginu fer fram, er verðmætari en dreifðar blokkarbyggingar úthverfanna. Þetta hef ég bent á áður.

Þetta myndi blessunarlega hafa það í för með sér að skörp skil yrðu á milli Borgarinnar með stórum staf og svo úthvefanna og fólksins sem þar lifir.

En það er ekki nægjanlegt að byggja í Vatnsmýrinni. Það þarf líka að koma í veg fyrir að druslað verði upp svokölluðum „mislægum gatnamótum“ við Kringlumýrarbraut.

1 comment:

Anonymous said...

Það þarf engin mislæg gatnamót þarna, ef menn þora, að leggja veg um Fossvog undir Öskjuhlíðum en til þess þarf vallarómyndin að fara.

Það er slveg sama hversu mikið verður flikkað uppá ringbrautina og Miklubrautina, hún annar ekki umferðaþunganum, nema lagðar verði alvöru hringtengingar um nesið.

Háskólarinir munu verða þarna og Landsinn einnig í einni eða annarri mynd, þannig að innan þessa hrings eru stærstu ,,vinnustaðir" landsins.