Fólk hefur ólíkar skoðanir. Oftast er það svo að þeir sem eru á sama máli um eitt eru sammála um annað. Og öfugt. Þannig er ég til dæmis svo gott sem alltaf ósammála Kolbrúnu Halldórsdóttur þingkonu Vinstri grænna og félögum hennar. Í gær brá hins vegar svo við að hún ritaði pistil á heimasíðu sem ég var alveg hjartanlega sammála. Þar þykir mér hún sýna bæði réttsýni og staðfestu.
"Það er ekki einfalt fyrir yfirvöld [...] að knýja fram skynsamlega stefnu [...] þegar stór hluti íbúanna gerir kröfur sem ganga í allt aðrar áttir. Þá er spurning hvort stjórnvöld eigi að sýna eftirgjöf til að afla sér vinsælda, eða halda fast við stefnu sína. Mér þykir síðari kosturinn vænlegri ..."
Það er ánægjulegt að enn skuli vera til stjórnmálamenn sem fara að skynsemi en fylgja ekki hrópum lýðsins. Málefnið sem Kolbrún gerir að umfjöllunarefni er hin mikla notkun bifreiða sem nú tröllríður samfélaginu. Nú væri í sjálfu sér ekkert við það að athuga að menn notuðu bílana sína ef ekki kæmu til þessar endalausu kröfur um að hið opinbera sjái ÖLLUM fyrir greiðri umferð innan borgarinnar. Slíkt tíðkast hvergi í hinum vestræna heimi. Það vita allir sem komið hafa á Manhattan-eyju eða til Parísar.
Að sjálfsögðu er ekki eðlilegt að fólkið í úthverfunum geti skotist rétt si svona oní miðbæ eins og ekkert sé. Miðbæir eru merkilegir, þar er kjarni menningarinnar. Þar er miðstöð stjórnsýslu, fjármála og verslunar og þar fer fram arðbærasta starfsemin í hverju samfélagi, sú starfsemi sem skapar mestan virðisauka. Lóðaverð er einnig verðmætast í miðborgum og næsta nágrenni. Miðborgir og nágrenni eru því oftast nær bústaður betri borgara sem starfa í miðborginni við verðmætaskapandi iðju. Þar búa að jafnaði þeir sem fágaðastan hafa smekkinn og kunna að njóta fagurra lista. Þetta fólk fer gjarna fótgangandi til vinnu sinnar eða ekur einungis stuttan spöl.
Nú eru hins vegar uppi endalausar kröfur í samfélaginu um að allir eigi "rétt" á að aka í miðborgina á svipstundu. Fólk í fjölbýlishúsum úthverfanna á að hafa sama aðgang að miðbænum og þeir sem þar búa. Þetta er að sjálfsögðu afleitt sjónarmið. Miðbærinn er aldrei ókeypis. Landið sem tekið er undir gatnakerfi er verðmætt. Þegar fólkið sem býr í úthverfunum gerir sér erindi í miðbæinn er ekki ósanngjarnt að það þurfi að greiða fyrir þann kostnað með smávægilegum töfum á leiðinni. Tími þessa fólk er heldur ekki eins verðmætur því það hefur að jafnaði lægri tekjur. Ekki viljum við fórna lóðum þar sem byggja má vönduð og dýr hús undir götur til þess eins að þetta fólk geti brunað þar um?? Það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt.
Thursday, September 23, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Nú ég ekki alveg að átta mig. Ertu sammála mér eða ekki? Viltu draga úr uppbyggingu umferðarmannvirkja, með þeim afleiðingum sem því fylgir, eða ekki?
Kv Staðfastur
Fólk er fífl og engin meiri fífl en þeir sem eru að þvælast stöðugt um á netinu og láta álit sitt í ljós sem athugasemdir við blogg. Þeir lesa yfirleitt ekki allar greinarnar. Auk þess gera þessir aular ekki greinarmun á athugasemd um veruleika og skoðun. dæmi:
Konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar er athugasemd um veruleikann en ekki yfirlýsing um að konur eigi að hafa lægri laun. Athugsemdir um stöðu miðborga segir ekkert til um skoðun höfundar á þeim veruleika sem hann lýsir. Þannig segir hann að miðborgir séu dýrari og þar fari að jafnaði fram meiri verðmætasköpun, þeir sem þar búi séu að jafnaði efnaðri osfrv.
Miðborgin á hins vegar ekki að hans mati að vera hraðbrautir og bílastæði heldur hús og mannlíf, þannig skil ég þetta amk. Og ég er sammála því. Ég er hins vegar ekki sammála því að stjórnvöld egi ekki að hlusta á rödd borgaranna og er hissa á Kolbrúnu að halda slíku fram sbr. framgöngu hennar í fjölmiðlamálinu. Kolbrún er því miðue ekki greindari en þetta.
Post a Comment