Tuesday, September 06, 2005

"BA" próf?

Undanfarið hefur verið nokkur umræða í samfélaginu um svokallað "BA" próf. Mér hafði skilist að hér væri um háskólapróf að ræða. Ég ákvað því að kynna mér nánar hvað hér væri á ferðinni og hvaða embættishæfi þetta próf gæfi. Undrun mín var mikil. Þetta svokallaða "BA" próf hefur ekkert með embættisgengi að gera. Háskólapróf eiga að vera embættispróf, háskólar eru til að mennta embættismenn. Próf sem ekki er embættispróf er ekki eiginlegt háskólapróf.

Skil ekki að það skipti máli hvort menn hafa eitthvert svona "BA" próf ekki, það er ekkert sem skipti máli, sennilega er betra að hafa ekkert slíkt.

No comments: