Ég get nú ekki sagt að ég taki að öllu jöfnu mikið mark á þessum auglýsingasnepli sem eigandi smásöluverlsunar einnar hér í borg lætur bera í öll hús.
Í Fréttablaðinu í dag er hins vegar athyglisvert viðtal við unga konu sem hefur haslað sér völl í kaupmennsku í miðborginni. Þar selur hún ýmis konar fallegan varning sem gleður hugi fólks með fágaðan smekk.
Hún lýsir viðhorgsbreytingu sem átt hefur sér stað í hennar lífi. „Áður fyrr hataði ég Ísland en það var bara af því að ég var ekki ánægð sjálf. Það sem spilaði eflaust inn í er að þá bjó ég í Breiðholti, núna er ég komin í miðbæðinn og búin að öðlast innri ró.“
Segir þetta ekki allt?
Friday, December 31, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment