Ég hélt satt að segja að utanbæjarskáldin væru liðin tíð. Hélt satt að segja að landsbyggðin gæti ekki af sér neina andansmenn lengur. Þar byggu fyrst og fremst útlendingar sem störfuðu við frumvinnslu, byggingarvinnu og fiskvinnslu og eitthvað svoleiðis.
En ungt utanbæjarskáld gerir skoðanir Egils Helgasonar um Reykjavíkurflugvöll að umræðuefni. Skáldið reynir að gera lítið úr þeirri lausn sem brotthvarf flugvallarins verði fyrir borgarsamfélagið. Það segir:
„Ég hef það aðallega á tilfinningunni að reykvíkingar séu svona skítóánægðir með miðbæinn sinn, að þetta sé eitt af síðustu hálmstránum - það verði hægt að stækka miðbæinn og þá hljóti hann að batna. Þetta er svona álíka lausn og álverið fyrir austan - því rétt eins og það var skortur á vinnuafli fyrir austan (en ekki skortur á vinnu), þá skilst mér að þjónustufyrirtæki flýji þennan litla miðbæ sem er í borginni fyrir - helst lengst upp í sveit. Meira pláss til að klúðra er ekkert sem bjargar miðbænum.“
Hér talar öfund utanbæjarmannsins gagnvart menningu borgarsamfélagsins. Eru reykvíkingar óánægðir með miðbæinn sinn? Ég hef áður tjáð mig um miðborgir og borgarsamfélag, s.s hér . Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinn og þykir vænt um hana. Miðborgin blómstrar. Allar leiðir liggja til henna líkt og Rómar forðum. Þangað kemur fólk úr öllum áttum til að eiga viðskipti, hvort heldur til að kaupa sér trefil eða stór fjármagsviðskipti. Þar kemur fólk saman til að gera sér glaðan dag á fáguðum veitingastöðum og þar er miðstöð menningar og lista. Þar er deigla menningarinnar.
Ungskáldið segir:
„Eitt af því sem skilgreinir höfuðborg er að til hennar liggja allar aðalsamgönguæðar ... Þjóð sem tryggir ekki öruggar og góðar samgöngur við höfuðborg sína, á enga höfuðborg. Slík þjóð á bara borgríki innan landsteinanna.“
Þetta er rétt svo langt sem það nær. Reykjavíkurflugvöllur gegndi þessu hutverki á árum áður. Þá þurftu bændahöfðingjar oft að reka erindi sín í höfuðborginni, þeir sátu gjarnan á þingi. Sama má segja um sýslumenn sem oft voru líka þingmenn, einnig útgerðarmenn. Þetta voru höfðingjar í héraði og þátttakendur við stjórn ríkisins. Þetta á ekki við um samtíman (vissulega er mikil eftirsjá eftir þessum gamla tíma).
Höfuðborgin er sjálfbærari en hún var áður. Uppspretta menningarinnar er í henni sjálfri, hún þarf ekki að sækja eins mikið utan frá og áður, hvorki til landsbyggðarinnar né útlanda. Það er því ekki þörf á flugvellinum lengur.
Fáguð borgarbyggð í Vatnsmýrinni mun tryggja að Reykjavík verður áfram sú heimsborg sem hún er.
Sunday, December 19, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
"Reykjavíkurflugvöllur gegndi þessu hutverki á árum áður. Þá þurftu bændahöfðingjar oft að reka erindi sín í höfuðborginni, þeir sátu gjarnan á þingi. Sama má segja um sýslumenn sem oft voru líka þingmenn, einnig útgerðarmenn. Þetta voru höfðingjar í héraði og þátttakendur við stjórn ríkisins. Þetta á ekki við um samtíman (vissulega er mikil eftirsjá eftir þessum gamla tíma).
Höfuðborgin er sjálfbærari en hún var áður. Uppspretta menningarinnar er í henni sjálfri, hún þarf ekki að sækja eins mikið utan frá og áður, hvorki til landsbyggðarinnar né útlanda. Það er því ekki þörf á flugvellinum lengur."
Venjulegt fólk hefur alltaf átt erindi til höfuðborgarinnar líka, hingað þarf fólk að sækja margskonar þjónustu sem ekki er í boði á landsbyggðinni. Töluvert margir þurfa vinnu sinnar vegna að ferðast út á land og þó að borgarbúar þurfi ekki að sækja menntun eða skemmtun annað þá þarf landsbyggðarfólk að gera það. Höfuðborgin er ekki bara borg Reykvíkinga heldur allra landsmanna. Flugvöllur í borginni eða við hana er hagsmunamál fyrir alla landsmenn.
Post a Comment