Wednesday, December 22, 2004

Ég er ekki einn!

Egill Helgason ritar enn um flugvöllinn og andmælir þeim áróðri sem utanbæjarfólk rekur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að við getum áfram búið við blómlegu miðborgina okkar og hún fái að þroskast til jafns við aðra þætti samfélagsins.

Það er ánægjulegt að fylgjast með málefnalegri staðfestu Egils í þessu máli. Stundum finnst mér eins og Egill lesi huga minn svo sammála er ég því sem hann ritar sbr ýmis fyrr skrif mín.

Um daginn ritaði ég hér á „bloggið“ um gullið sem borgarbúar eiga í Vatnsmýrinni. Egill færir sterk rök fyrir því að verðmæti Vatnsmýrarinnar sé mun meira en áður hefur verið talið. „Eftir að komst á aukið frelsi í húsnæðisviðskiptum kann landið þar að vera miklu verðmætara en margan hugði.“

Egill stingur líka með snilldarlegum hætti upp í norðlenskan prófessor sem fyrir nokkrum dögum ritaði grein í dagblað hér í borg og lýsti ánægju sinni með það hve þægilegt væri að fá sér morgunkaffi á Oddeyrinni, fara svo í flugvél til Reykjavíkur og vera kominn aftur norður fyrir kvöldmat! Egill jarðar rök prófessorsins þegar hann segir að „ef flugvöllurinn hefði svipaða staðsetningu á Akureyri og í Reykjavík væri enginn Oddeyri - þar væri nefnilega flugvöllur.“ Málið er nefnilega það að Vatnsmýrin er einhver ákjósanlegasti vettvangur heimsborgaramenningar á sama hátt og Oddeyrin.







1 comment:

Anonymous said...

Þú ert mikill heimsmaður herra Staðfastur!