Sunday, December 12, 2004

Hugsjónagúngan

Egill Helgason skrifaði athyglisverða grein á vefinn nú um helgina (hún birtist víst líka í DV en ég les það aldrei).

Það sem Egill gerir að umfjöllunarefni er eitt af mörgum hnignunareinkennum okkar litla samfélags. Nú er Morgunblaðið að flytja út í móa. Sú var tíðin að blaðið var hornsteinn samfélagsins, það var boðferi festu og réttsýni í málefnum samfélagsins og staðsett í hjarta borgarinnar við Aðalstræti.

Nú er allt breytt. Frjálslyndar skoðanir vaða nú uppi í blaðinu og það er orðið einn helsti vettvangur fyrir svonefndan „póstmódernisma“ sem nú veður uppi í samfélaginu. Betra væri að blaðið hefði staðið fastar á sínum hugsjónum.

Það er tímanna tákn að blaðið flytji út í móa. Blað allra landsmanna getur ekki verið á borgarjaðrinum (þvílíkt bull að halda því fram að þetta sé nær miðju höfuðborgarsvæðisins!!). Starfsemi af þessu tagi á ekki að vera innan um dekkjaverkstæði og smiðjur sem fólkið í úthverfunum starfar við. Hún þarf að vera nær menningunni þar sem fágað fólk býr og starfar.

No comments: