Wednesday, December 01, 2004
Breiðholtið
Lífið kemur manni á stundum á óvart. Ég hef fyrr í þessum pistlum mínum rætt úthverfin og þá úrkynjun sem þeim fylgir. Mig undrar því að niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði sýna að fleiri styðja r-listann en sjálfstæðismenn í borginni í öllum hverfum nema í Breiðholti. Ég hafði einmitt haldið að í úthverfunum byggi smekklaus og ómenntaður lýður. Er það ekki rétt hjá mér að þaðan heyri maður helst fréttir af morðum og eiturlyfjum? Eitthvað verð ég að endurskoða viðhorf mín. Kann að vera að ég hafi haft rangt fyrir mér? Kann að vera að þarna búi fágað og vel gert fólk? Eða stendur Reykjavíkurlistinn fyrir eitthvað annað en ég hugði? Mér líst í öllu falli mjög vel á nýjan borgarstjóra eins og ég hef áður skrifað.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment