Sunday, September 19, 2004

Athyglisverður rithöfundur

Eftir að ég tók að kynna mér þetta svokallaða blogg rakst ég á athyglisverða síðu. Hún er skrifuð af Ágústi nokkrum Borgþóri. Hann er ungur rithöfundur hér í borg. Ólíkt mörgum svoleiðis mönnum er hann ekki fullur af órum og villum sem oft birtast í vinstrimennsku ýmis konar. Ágúst er greinilega vandaður maður með heilbrigðar skoðanir og heldur þeim fram af festu. Ég hef ekki lesið neitt af útgefnum verkum hans en ætla svo sannarlega að gera það.

No comments: