Sunday, September 26, 2004

Skoðanaskipti

Sífellt uppgötva ég betur möguleika þessa bloggs sem vettvangs skoðanaskipta. Ég sé að einhver lesanda minna (Sævar Ö) hefur gert athugsemd við skrif mín. Mér þykir það mjög ánægjulegt að hægt sé að gera athugasemdir með þessum hætti. Og gaman þykir mér að fá viðbrögð við skrifum mínum.

Ef ég skil Sævar rétt þá tekur hann heils hugar undir málflutning minn (og Kolbrúnar) en gerir athugasemd við framsetninguna sem honum þykir hrokafull.

Ég kýs að orða málflutning minn ávallt tæpitungulaust, tel það affararsælast.