Sunday, November 20, 2005
Eins og allir vita þá er ég góður og gegn Sjálfstæðismaður. Ég er hins vegar víðsýnn maður og dæmi ávallt anstæðingana af sanngirni. Ég hef áður fjallað um núverandi borgarstjóra hér á þessu bloggi og lýst yfir ánægju með hann. Í kvöld horfði ég á ungan borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í sjónvarpinu, Dag Eggertsson. Hann kemur mér fyrir sjónir sem skynsamur maður og málefnalegur. Ég yrði illa svikinn ef hann tekur ekki þátt í prófjöri samfylkingarinnar um fyrsta sæti listans.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment