Tuesday, November 22, 2005

Sundabrautarsamsærið

Ég hlustaði á útvarpið í morgunn á meðan ég las Morgunblaðið og drakk teið mitt. Þar rætt við Örn Sigurðsson arkitekt. Hann benti á þau hrikalegu skipulagsmistök sem nú eru í uppsiglingu vegna svokallaðrar "Sundabrautar".

Það er með ólíkindum að það eigi að eyða milljörðum í vegaspotta til þess að auka aðgengi úthverfabúanna að borginni.

Það rann upp fyrir mér ljós. Þessi "Sundabraut" er ekkert annað samsæri landsbyggðar-og úthverfafólksins um að draga á langinn brottflutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni.

No comments: