Saturday, November 05, 2005

Prófjörið mitt val

Þá er ég búinn að kjósa í prófkjörinu.

Að sjálfsögðu valdi ég Gísla í fyrsta sætið. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að hann er sjálfstæðismaður.
Í öðru lagi þá tel ég nauðsynlegt að hleypa framtíðinni að og láta fortíðina að baki. Allir þeir sem vilja nýja tíma í
Reykjavík kjósa að Gílsi Marteinn verði borgarstjóraefni flokksins í vor.

Í annað sætið kaus ég Örn Sigurðsson arkitekt. Hugmyndir hans um skipulagsmál borgarinnar eru í senn skarpar og ferskar eins og ég
hef áður gert grein fyrir hér á þessum síðum. Hann hefur verið í forsvari Höfuðborgarsamtakanna. Höfuðborgarsamtökin
hafa leitt málefnalega umræðu um þróun borgarinnar.

Í þriðja sætið kaus ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hanna Birna er glæsilegur fulltrúi kvenþjóðarinnar. Hún er vel máli
farin og það er ununa að sjá hana og heyra í spjallþáttum ljósvakamiðlanna þegar hún tekur andstæðingana í bakaríið.

Í fjórða sætirð valdi ég Gústaf Adolf Níelsson. Fyrir utan að bera nafn hins mikla svíakonungs sem menn líta til þegar
rifja skal upp þá tíð þegar Svíþjóð var stórveldi er Gústaf hispurslaus og heldur fram heilbrigðum skoðunum af mikilli festu.

Ég hefði getað deilt atkvæði mínu á 9 einstaklinga en ég kaus að velja aðeins fjóra þannig að vægi hvers
og eins yrði meira.

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingjum með ógilda atkvæðið þitt.

Hvernig á að kjósa í Reykjavík?
Kjósa skal 9 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 9 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, talan 2 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti annað sætið í prófkjörinu, talan 3 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 9 frambjóðendur.

http://www.xd.is/xd/profkjor/?ew_news_onlyarea=newsarea&ew_news_onlyposition=3&cat_id=33531&ew_3_a_id=162218

Staðfastur og réttsýnn said...

Þegar ég kýs færri en níu þá er vægi hvers og eins meira en ella.

Staðfastur og réttsýnn said...

Þegar ég kýs færri en niu fær hver þeirra sem ég kýs meira vægi en ef ég veldi níu nöfn.