Wednesday, November 09, 2005
Óeirðirnar í París
Nú berast ljótar fréttir frá menningarborginni París. Þar logar allt í óeirðum. Stjórnlaus ungmenni frá úthverfunum fara um strætin með ofsopa, kveikja í bílum, brjóta og bramla. Þessi ungmennin eru í fæstum tilfellum kristin og rekja ættir sínar til Afríku. Getum við Reykvíkingar átt von á að eitthvað í líkingu við þetta gerist í túnfætinum hjá okkur? Mér hefur verið sagt að í úthverfum Reykjavíkur hafi sest að mikilli fjöldi innflytjenda. Í grunnskólunum er móðurmál nemendanna gjarna eitthvað allt annað en Íslenska. Vissulega er þörf á því að fólk af erlendu bergi brotið komi til Íslands og starfi hér á þenslutímum. Við þurfum þó að fara varlega. Sennilega er skynsamlegast að þetta fólk búi einmitt í úthverfunum í námunda við verksmiðjurnar. Þannig getum við forðast þau vandræði sem vinir okkar frakkar kljást við þessa dagana.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú ert bjáni, atkvæðið þitt í prófkjörinu var ógilt.
Post a Comment