Tuesday, November 16, 2004

Steinunn er víst góður borgarstjóri

Ýmsi, bæði vinir og kunningjar, hafa komið að máli við mig á förnum vegi og jafnvel haft samband símleiðis og kvartað við mig undan yfirlýsingum mínum um nýjan borgarstjóra.

Þeir hafa sagt að maður eins og ég geti ekki verið þekktur fyrir að lýsa yfir velþóknun á borgarstjóra r - listans.

Ég hef mótmælt og svarað fullum hálsi. Ég stend við fyrri yfirlýsingar. Steinunn Valdís er góður borgarstjóri. Auk þess að hafa staðið sig vel í skipulagsmálunum vil ég minna á að hún hefur sýnt mikla staðfestu í kennaramálinu.

No comments: