Það hafa verið mikilar annar á stofunni hjá mér undanfarna daga. Þess vegna hef ég ekki átt þess kost að opna "blogger" og skrifa niður huleiðingar mínar.
Mér þykir ánægjulegt að sjá viðbrögð við skrifum mínum og fá "comment" eða athugasemdir. Íhaldsmaðurinn ungi sem ég hlekkjaði um daginn gerir skrif mín að umtalsefni. Við deilum skoðunum á skipulagsmálum, en hann hefur tjáð sig skelegglega um þau. Svo gerir hann kímnigáfu mína líka að umtalsefni. Konan mín og gamlir vinir þekkja svo sannalega til hennar en ég hélt að hún kæmi ekki fram í skrifum mínum hér.
Annar ungur íhaldsmaður skrifar ánægjulega athugsemd við skrif mín og er ég mjög glaður yfir því.
En svo eru alltaf til einhverjir nafnlausir dónar sem þurfa að ata heiðarlegt fólk auri. Þetta er kannski einn af þeim nafnlausu dónum sem skrifar reglulega á "málefnin"
Tuesday, October 12, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Endilega sendu mér póst, á póstfangið sem ég gef upp á heimasíðu minni sem þú getur nálgast í gegnum my profile.
HM
Ég mæli með því að þú ritskoðir hreinlega svona nafnlaust og órökstutt skítkast. Ég sé enga ástæðu til þess að sýna áfram slík skilaboð.
Með kveðju,
Snær Gíslason
Post a Comment