Það hafa verið miklar annir hjá mér á stofunni undanfarna daga. Þær hafa gert það að verkum að ég hef ekki séð mér fært að tjá mig á þessum vettvangi. En þátttaka í opinni umræðu er mér mikils virði enda opin umræða einn hornsteina samfélagsins.
Það er ýmis málefni sem ég þarf að að fjalla um. Kennaraverkfallið leiðir hugann að því hvort þessi hugmynd um skólaskyldu eigi yfir höfuð rétt á sér. Heimspekingurinn Platon kom fram með þær hugmyndir að ríkið sæi alfarið um uppeldi barna. Platon þessi hefur veitt róttæklingum innblástur fram á þennan dag. Hugmyndin um skólaskyldu er dæmi um það hvað hugmyndir Platons hafa náð mikilli fótfestu. Börn eru í raun tekin af foreldrum sínum og hið opinbera annast uppfræðslu þeirra og uppeldi. Það er fyllsta ástæða til að setja spurningu við þetta fyrirkomulag. Sú spurning verður áleitnari þegar hinu opinbera tekst ekki að reka þetta skammlaust.
Ég get farið nánar út í þau slæmu áhrif sem börn og ungmenni verða fyrir í skólanum. Bæði þann slæma félagsskap sem þau geta lent þar í en ekki síður þá mikli innrætingu sem þar fer fram. Geri það síðar.
Saturday, October 23, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Já, til dæmis helvítis kristinfræðin.
Ég átti nú við hina miklu beinu og óbeinu sósealistísku innrætingu sem þar á fer fram.
Staðfastur
Ég er sammála því að leyfa eigi foreldrum, líkt og gert er í Noregi, að kenna börnunum heima. Reyndar hef ég smá áhyggjur að það gæti komið í veg fyrir aðlögun t.d. innflytjendabarna og annarra að samfélaginu, hvar þeim er nauðsynlegt að kunna skil á hinum kristna grunni samfélagsins (líkt og kristinfræðin gerir) og þjóðfrelsisbaráttunni, en slíkt væri hægt að gera í gegnum regluleg próf í skólunum, líkt og samræmdu próf grunnskólana eru t.d. eða á annan hátt.
Ungur Íhaldsmaður
Ef fjölskyldur hafa efni á að hafa annað foreldrið heima, eða þannig er ástatt um, þau vinni heiman frá sér eða eitthvað álíka finnst mér það sjálfssagt mál að leyfa þeim, alla vega ef þau standast lágmarkskröfur, að sjá um þessa kennslu heima við, hægt væri að gera það í gegnum netið og gætu börnin fylgt hinum, jafnvel farið hraðar ef geta og betur í það sem þarf en hinir.
Einnig þætti mér eðlilegt að foreldrar gætu fengið a.m.k. hluta þess fés sem menntun þeirra myndi kosta í almenna skólakerfinu, hvort sem það væri í eins konar ávísunarkerfi eða með skattaafslætti eða öðru. En það er alveg ljóst að þeir fyrirvarar sem nefndir eru hér á undan væri hægt að standast með nútímatækni, netinu og öðru slíku, þau gætu svo áfram tekið próf í skólunum eða eitthvað álíka.
Ungur íhaldsmaður
Post a Comment