Thursday, October 28, 2004

Annir og ótti

Það hafa verið miklar annir hjá mér á stofunni undanfarna dag. Það hefur komið í veg fyrir skrif mín á þessum vettvangi. Mér þykir það miður. Ég ætla að bæta úr því um helgina.

Nú heyrði ég í útvarpinu áðan að Ríkissáttasemjari hefði lagt fram miðlunartillögu. Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því að hún feli í sér gífurlegar launahækkanir til handa kennurum. Það kann að valda óbætanlegum skaða fyrir samfélagið. Jafnvel styrkasta ríkisstjórn á erfitt með að tryggja efnahagslegan stöðugleika undir slíkum kringumstæðum. Þar að auki hef ég almennar efasemdir um miklar launahækkanir kennara sbr fyrri skrif mín.

No comments: