Wednesday, October 06, 2004

Kristileg íhaldssemi

Á vefritinu "Deiglan.com" birtist í dag fróðleg grein um þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum undanfarna áratugi.

Hér á Íslandi og víða í Evrópu hefur afhelgun og múgmennska gegnsýrt samfélagið. Bandaríkjamönnum hefur tekist að standa fast gegn þessari hningnun í sínu landi. Þar býr enn Guðhrætt og vammlaust fólk. Í Deiglugreininni kemur fram að trúin gegnir mikilvægu hlutverki í lífi meira en 60% þjóðarinnar og meira en helmingur hennar áttar sig jafnframt á tilvist djöfulsins.

Þá veit sama hlutfall Bandaríkjamanna að hlutverk ríkisins er að sjá til þess að fólk hafi frelsi til ná markmiðum sínum.

Einnig segir Deiglan:

"Í Bandaríkjunum er hlutfall þeirra sem hafa 40% eða minna af meðaltekjum þrefalt fleiri en í Bretlandi. Miljónamæringar eru einnig mun fleiri í Bandaríkjunum" enda eru "Tæplega 90% Bandaríkjamanna [...] mjög stolt af þjóðerni sínu."

Við Íslendingar höfum enn tækifæri til að snúa frá villu okkar