Friday, October 15, 2004

Kringlan og Smáralind

Konan hringdi áðan. Hún stakk upp á því að við færum ásamt syninum í verslanamiðstöðvarnar Kringluna og Smárann síðdegis. Hún ætlar að kaupa móðinsföt á soninn, hann hefur ítrekað óskað eftir slíkum fatnaði. Ég hef oft komið í Kringluna, sérstaklega þegar hún var nýopnuð, en ekki oft í Smáralindina. Þetta á eftir að verða svolítið ævintýri fyrir fjölskylduna.