Tuesday, November 23, 2004

Ekki andlaust blogg

Margir hafa komið að máli við mig og haft orð á því að ég skrifi ekki nógu oft hér á "bloggið". Víst kann ég vel að meta þessa hvatningu og þann áhuga sem menn sýna skrifum mínum. Ég hef þó einsett mér að skrifa ekki nema ég hafi eitthvað markvert fram að færa. Mér þykir sem sumir "bloggarar" skrif á stundum til þess eins að skrifa og andleysi einkenna færslurnar. Þannig er það ekki með mig.

No comments: