Thursday, November 25, 2004
Þjóðsöngur
Alveg tek ég heils hugar undir málflutning þeirra framsæknu þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu um nýjan þjóðsöng. Þjóðsöngurinn, Ó, guð vors lands, er mörgum svo erfiður til söngs að afar hæpið er að hann geti að öllu leyti þjónað hlutverki sínu. Það er mikilvægt að þjóðsöngur hafa skýra og ótvíræða vísun til Almættisins. En það er ekki nóg. Hann þarf einnig að skýrskota til þjóðernis og þjóðernisástar, auk ástar á landinu. En síðast en ekki síst þarf lagið að vera grípandi, allir þurfa að gera tekið undir, að minnsta kosti í viðlaginu. Þingmennirnir víðsýnu og framsæknu benda á ljóðin og lögin við Ísland ögrum skorið og Ísland er land þitt, mér þykja það góðar hugmyndir. Einnig mætti athuga hvort "17. júní" gæti ekki sómt sér vel sem þjóðsöngur, það mætti lagfæra textan örlítið þannig að Almættið komi við sögu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment