Ég les stundum vefsíðuna "deiglan.com". Mér þykir nú oftast sem þeir sem þar skrifa séu heldur frjálslyndir. Stundum hitta þeir þó naglann á höfuðið. Alveg er ég innilega sammála grein sem þar birtist í gær.
Þar er fjallað um brúarsmíði í Reykjavík. Um nokkra hríð hefur verið rætt um að leggja brú yfir Sundin. Það væri þarft framtak. Mér leiðist alltaf að aka í gegnum úthverfin þegar ég fer út úr bænum.
Deiglupenninn gagnrýnir mat Skipulagsstofnunar að lágreist brú innarlega í Kleppsvíkinni verði betri en kostur en háreist brú utarlega í víkinni. Þessu er ég sammála. Bæði er það slæmt að þurfa að langt austur eftir borginni til að komast að brúnni, í annan stað myndi stór og háreist brú frá Laugarnestanga og yfir á Kjalarnesið vera glæsilegt mannvirki sem gæti orðið tákn borgarinnar.
Wednesday, November 24, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment