Wednesday, November 24, 2004

...lifa þar fáir og hugsa smátt

Ég les stundum vefsíðuna "deiglan.com". Mér þykir nú oftast sem þeir sem þar skrifa séu heldur frjálslyndir. Stundum hitta þeir þó naglann á höfuðið. Alveg er ég innilega sammála grein sem þar birtist í gær.

Þar er fjallað um brúarsmíði í Reykjavík. Um nokkra hríð hefur verið rætt um að leggja brú yfir Sundin. Það væri þarft framtak. Mér leiðist alltaf að aka í gegnum úthverfin þegar ég fer út úr bænum.

Deiglupenninn gagnrýnir mat Skipulagsstofnunar að lágreist brú innarlega í Kleppsvíkinni verði betri en kostur en háreist brú utarlega í víkinni. Þessu er ég sammála. Bæði er það slæmt að þurfa að langt austur eftir borginni til að komast að brúnni, í annan stað myndi stór og háreist brú frá Laugarnestanga og yfir á Kjalarnesið vera glæsilegt mannvirki sem gæti orðið tákn borgarinnar.

No comments: