Monday, November 01, 2004

Álklaustur á Austurlandi

Það eru ángægjuleg tíðindi sem berast austan að landi. Í tengslum við byggingu nýs álvers hefur kviknað sú hugmynd að stofna klaustur. Um er að ræða munka af reglu heilags Kapúsín. Reglan helgar sig hugleiðingu fagnaðarerindisins og iðkar fátækt í lífsstíl, byggingu og búnaði húsa sinna og kirkna. Munkarnir störfuðu lengi í Slóvakíu, en klaustrum þeirra var lokað við valdatöku kommúnista.

Þeir sem hafa átt þess kost að ferðast um hina kristnu Evrópu hafa flestir átt þeirri gæfu að fagna að heimsækja klaustur. Víða hafa munkar helgað sig einhverri iðju samhliða helgihaldinu til að sjá sér farborða. Þannig eru til klaustur sem eru þekkt fyrir vínframleiðslu sína, önnur fyrir skósmíðar, trésmíði og þannig mætti lengi telja.

Það væri vel til fundið ef á Íslandi yrði stofnað klaustur sem gæti sér gott orð fyrir áliðju. Þar gætu munkarnir iðkað trú sína og helgihald jafnframt því sem þeir iðkuðu fátækt og stunduðu álbræðslu.

No comments: